Framkvæmdastjórn

Bankastjóri

Benedikt Gíslason

Benedikt er fæddur árið 1974. Hann tók við starfi bankastjóra Arion banka 1. júlí 2019.

Benedikt hóf störf hjá FBA (síðar Íslandsbanka) árið 1998, sinnti margvíslegum stjórnunarstörfum hjá Straumi-Burðarás, var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá FL Group og framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs MP banka. Benedikt starfaði um tíma sem ráðgjafi hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og var varaformaður starfshóps stjórnvalda um afnám fjármagnshafta á árunum 2013-2016. Hann sat í stjórn Kaupþings á árunum 2016-2018 og var ráðgjafi Kaupþings í málefnum Arion banka. Hann tók sæti í stjórn Arion banka í september 2018 og var í stjórn bankans þar til hann tók við starfi bankastjóra þann 1. júlí 2019.

Benedikt útskrifaðist með C.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998.

Skipurit 2023

 

Þjónustusvið

Aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs

Iða Brá Benediktsdóttir

Iða Brá Benediktsdóttir er fædd 1976. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs í júlí 2017 og starfi aðstoðarbankastjóra í apríl 2022.

Iða Brá hefur starfað hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999. Frá þeim tíma hefur hún gegnt ýmsum störfum innan bankans, nú síðast sem framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs frá 2016 til 2017. Áður hafði Iða Brá m.a. verið forstöðumaður samskiptasviðs, einkabankaþjónustu og í fjárstýringu bankans. Iða hefur setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja: Sparisjóðs Ólafsfjarðar, AFL – sparisjóðs, fasteignafélagsins Landfesta og HB Granda hf. Iða Brá er varaformaður stjórnar Varðar trygginga hf.

Iða Brá er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er með MSc í fjármálum frá Erasmus Graduate School of Business í Hollandi og með próf í verðbréfaviðskiptum.

Framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs

Hákon Hrafn Gröndal

Hákon Hrafn Gröndal er fæddur 1988. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs í apríl 2022.

Hákon Hrafn Gröndal hóf störf hjá Arion banka 2012 og starfaði fyrst í útibúi bankans á Höfða. Síðan þá hefur Hákon sinnt ýmsum störfum innan bankans tengdum fjármálaráðgjöf og útlánum og setið í ýmsum stjórnum og nefndum fyrir hönd bankans. Hákon hefur starfað á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði frá árinu 2013.

Hákon er viðskiptafræðingur frá Griffith University, með MSc í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands og með próf í verðbréfaviðskiptum.

Framkvæmdastjóri markaða

Jóhann Möller

Jóhann Möller er fæddur 1979. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra markaða í maí 2022.

Jóhann Möller hefur verið framkvæmdastjóri Stefnis frá árinu 2020. Hann hefur starfað á fjármálamarkaði í rúm 20 ár og hjá Stefni frá árinu 2006 við stýringu á innlendum hlutabréfasjóðum auk þess sem hann veitti hlutabréfateymi félagsins forstöðu á árunum 2017-2020.

Jóhann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með próf í verðbréfaviðskiptum.

Stoðsvið

Framkvæmdastjóri Reksturs og menningar

Birna Hlín Káradóttir

Birna Hlín er fædd árið 1978. Hún tók við starfi yfirlögfræðings Arion banka í september 2019 og tók sæti í framkvæmdastjórn í júní 2020. Í september 2023 tók Birna við starfi framkvæmdastjóra reksturs og menningar.

Frá árinu 2016 var Birna meðeigandi og yfirlögfræðingur Fossa markaða. Hún var yfirlögfræðingur Straums fjárfestingarbanka á árunum 2011 til 2015. Birna Hlín starfaði hjá Straumi-Burðarás fjárfestingabanka á árunum 2007 til 2011 og var yfirlögfræðingur félagsins frá árinu 2009. Birna hefur kennt lög um fjármálamarkaði o.fl. í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands. Hún hefur setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og félaga hérlendis og erlendis.

Birna Hlín er með AMP-gráðu frá IESE Business School í Barcelona og lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er með málflutningsréttindi og próf í verðbréfaviðskiptum.

Framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs

Björn Björnsson

Björn er fæddur árið 1980. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Arion banka í mars 2023.

Frá árinu 2015 starfaði Björn hjá Boston Consulting Group (BCG) í Ástralíu og á Norðurlöndum með áherslu á stefnumarkandi verkefni í upplýsingatækni fyrir fjármálastofnanir. Áður en Björn hóf störf hjá BCG vann hann sem stjórnandi og sérfræðingur hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum, m.a. sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Byr.

Björn er með BS-próf í tölvunarfræði og MS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA-próf frá Melbourne Business School.

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Ólafur Hrafn Höskuldsson

Ólafur Hrafn er fæddur árið 1981. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs í september 2021.

Ólafur Hrafn hóf störf hjá Arion banka árið 2019 er hann tók við starfi forstöðumanns stefnumótunar og þróunar á skrifstofu bankastjóra. Ólafur starfaði hjá Royal Bank of Scotland í London og New York á árunum 2010 til 2016. Árið 2016 tók hann við starfi framkvæmdastjóra hjá Títan fjárfestingafélagi sem hann sinnti til ársins 2019. Áður vann Ólafur Hrafn meðal annars hjá CreditInfo í Þýskalandi og Straumi fjárfestingabanka. Ólafur situr í stjórn Varðar og Landeyjar.

Ólafur Hrafn útskrifaðist með cand.oecon-gráðu frá Háskóla Íslands árið 2006 með reikningshald og endurskoðun sem aðalgrein. Hann hefur öðlast löggildingu til fjárfestingaráðgjafar í Bretlandi (UK FSA approved person status) og í Bandaríkjunum (US FINRA series 79).

Framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina

Steinunn Hlíf Sigurðardóttir

Steinunn Hlíf er fædd árið 1974. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra upplifunar viðskiptavina í september 2021.

Steinunn Hlíf var framkvæmdastjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Verði og sat í framkvæmdastjórn félagsins á árunum 2008 til 2021. Hún starfaði hjá Kaupþingi/KB banka á árunum 1999 til 2005 og gegndi þar m.a. starfi markaðsstjóra. Á árunum 2005 til 2008 starfaði Steinunn sem markaðsstjóri Sjóvár og sem forstöðumaður á sölu- og markaðssviði hjá Landsbankanum.

Steinunn er með BA-gráðu í viðskiptafræði frá Flagler College í Flórída í Bandaríkjunum.

Innra eftirlit

Regluvörður

Andrés Fjeldsted

Andrés Fjeldsted er fæddur árið 1984. Hann tók við starfi regluvarðar Arion banka í apríl 2022.

Andrés starfaði við lögfræðiráðgjöf hjá Arion banka frá árinu 2015. Helstu verkefni hans tengdust eignastýringu og yfirstjórn og var hann um nokkurra ára skeið ritari stjórnar bankans.

Andrés er með mag. jur.-gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands og BA-gráðu í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði frá University of Essex.

Innri endurskoðun

Anna Sif Jónsdóttir

Anna Sif er fædd árið 1971. Hún var skipuð forstöðumaður innri endurskoðunar Arion banka í september 2022.

Anna Sif starfaði sem innri endurskoðandi Kviku banka hf. frá árinu 2013. Áður starfaði hún sem fjármálastjóri Regins frá 2009 til 2013 og Landic Property Iceland (Reitir) frá 2007 til 2009. Anna var sérfræðingur og verkefnastjóri hjá KPMG frá 2000 til 2006.

Anna Sif er með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og cand. oecon-gráðu frá sama skóla. Hún er löggiltur endurskoðandi og með próf í verðbréfaviðskiptum.

Framkvæmdastjóri áhættustýringar

Úlfar Freyr Stefánsson

Úlfar Freyr er fæddur árið 1981. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra áhættustýringar í maí 2020.

Úlfar Freyr hóf störf í áhættustýringu Arion banka árið 2013 eftir að hafa starfað hjá Kaupþingi frá árinu 2010, m.a. sem framkvæmdastjóri áhættustýringar. Úlfar var forstöðumaður eignasafnsáhættu Arion banka á árunum 2013-2015 er hann tók við sem forstöðumaður efnahagsáhættu innan áhættustýringar.

Úlfar er með doktors- og meistarapróf í stærðfræði frá Georgia Institute of Technology og BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Breytingar á árinu

Í marsmánuði tók Björn Björnsson við starfi framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs af Styrmi Sigurjónssyni. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á framkvæmdastjórn bankans á árinu.