Hlutir og hluthafar

Hlutafé félagsins tilheyrir allt einum flokki hlutafjár og er hver hlutur ein króna að nafnverði og eitt atkvæði. Viðskipti með hlutabréf bankans fara fram hjá Nasdaq Iceland en einnig hjá Nasdaq Stockholm í formi sænskra heimildarskírteina (SDR) þar sem eitt SDR jafngildir einum hlut.

Aðalfundur Arion banka hf., sem fram fór þann 15. mars 2023, samþykkti að lækka hlutafé félagsins um 50.000.000 kr. að nafnvirði, sem nemur 50.000.000 hlutum, til jöfnunar á eigin hlutum félagsins. Lækkunin var framkvæmd þann 25. apríl 2023. Hlutafé félagsins lækkaði því úr 1.510.000.000 kr. í 1.460.000.000 kr. að nafnvirði en í árslok nam útgefið hlutafé bankans 1.460.224.359 eftir að bankinn gaf út hlutafé vegna nýtingar áskriftarréttinda á fjórða ársfjórðungi. Í árslok átti Arion banki samtals 13.868.122 eigin hluti og heimildarskírteini eða um 0,95% af útgefnu hlutafé. Hækkun fjölda eigin bréfa eftir lækkun hlutafjár skýrist af endurkaupaáætlun sem lauk í lok maí 2023.

Stærstu hluthafar og hreyfingar

Eftirfarandi hluthafar, sem eiga um eða yfir 1% af útgefnu hlutafé, juku eignarhald sitt í bankanum á árinu 2023: Vanguard, sem bætti við sig um 1,56 prósentustigum, Brú lífeyrissjóður, sem bætti við sig um 0,53 prósentustigum, og Festa lífeyrissjóður, sem bætti við sig um 0,40 prósentustigum. Þeir hluthafar sem minnkuðu hlut sinn mest á árinu 2023 voru Stefnir sjóðir, sem minnkaði hlut sinn um 1,89 prósentustig, Landsbréf, sem minnkaði hlut sinn um 0,53 prósentustig, og Schroders, sem minnkaði hlut sinn um 0,45 prósentustig.

Í árslok 2023 var Gildi lífeyrissjóður stærsti hluthafinn í Arion banka með 9,85% eignarhlut. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var annar stærsti hluthafi bankans með 9,62% eignarhlut og þriðji stærsti var Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 9,02% hlut.

Stærstu hluthafar 31.12.2023

Fjöldi hluta

%

Gildi lífeyrissjóður

143.848.037

9,85%

LSR lífeyrissjóður

140.409.816

9,62%

Live lífeyrissjóður

131.746.948

9,02%

Stoðir hf.

78.500.000

5,38%

Brú Lífeyrissjóður

63.338.437

4,34%

Vanguard

57.120.244

3,91%

Birta lífeyrissjóður

52.326.798

3,58%

Frjálsi lífeyrissjóður

51.841.685

3,55%

Stapi lífeyrissjóður

41.683.628

2,85%

Hvalur hf.

36.771.350

2,52%

Festa lífeyrissjóður

34.814.831

2,38%

Stefnir Asset Management Company hf

33.604.369

2,30%

Íslandsbanki hf.

32.766.287

2,24%

Kvika banki hf.

24.288.526

1,66%

Almenni lífeyrissjóðurinn

22.140.174

1,52%

Lífsverk lífeyrissjóður

17.939.936

1,23%

Sjóvá

15.923.881

1,09%

Landsbankinn hf.

15.498.519

1,06%

Heimild: Nasdaq Iceland, Euroclear Sweden og Modular finance

Eignarhald – skipting milli landa

Í lok árs 2023 voru tæplega 89% hluthafa íslensk. Aðrir hluthafar voru fyrst og fremst frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð. Hluthafar bankans voru 10.906 í lok árs 2023 og fækkaði um 1.153 á árinu eða um 9,6%.

Land

31.12.2023

31.12.2022

Ísland

88,6%

90,8%

Bandaríkin

5,0%

3,2%

Bretland

1,8%

1,2%

Svíþjóð

0,6%

0,8%

Luxemburg

0,2%

0,1%

Netherlands

0,2%

0,1%

Kuwait

0,1%

0,2%

Annað

3,5%

3,7%

Heimild: Nasdaq Iceland, Euroclear Sweden og Modular finance

Arðgreiðslur og endurkaup

Aðalfundur Arion banka í marsmánuði samþykkti að 12,36 milljarða króna arður yrði greiddur út á árinu vegna uppgjörsársins 2022 eða sem samsvarar 8,5 krónum á hlut. Á árinu 2023 keypti bankinn jafnframt eigin bréf fyrir um 3,26 milljarða eða 22.323.261 hluti og heimildarskírteini (SDR).

Hlutabréfaviðskipti og árangur

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn einkenndist áfram af sveiflum árið 2023 og það sama gilti um hlutabréf Arion banka. Hlutabréf bankans á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hækkuðu um 1,3% á árinu og SDR á Nasdaq í Stokkhólmi hækkuðu um 0,5%. Sé tekið tillit til arðgreiðslna á árinu hækkuðu hlutabréf Arion banka um 7,7% og SDR í Stokkhólmi um 6,9%.

Meðalvelta á árinu 2023 með hlutabréf bankans og SDR lækkaði frá fyrra ári. Dagleg meðalvelta var um 2,8 milljónir hlutabréfa og um 40 þúsund SDR eða um 2,88 milljónir bréfa samtals. Til samanburðar var dagleg meðalvelta um 3,75 milljónir bréfa árið 2022.

Banki

Breyting

Breyting m.t.t. arðs

Danske Bank

31,4%

37,1%

SEB

15,7%

23,1%

Swedbank

14,7%

21,2%

Nordea

11,7%

21,2%

DNB

11,1%

18,6%

Handelsbanken

4,1%

13,7%

SR-Bank

6,8%

13,0%

Jyske Bank

7,2%

9,0%

Arion banki

1,3%

7,7%

Arion SDR

0,5%

6,9%

Sydbank

0,3%

6,1%

Ringkjöbing Landsbank

4,6%

5,3%

Spar Nord Bank

0,2%

4,4%

Íslandsbanki

-7,3%

-2,6%

Aktia

-7,8%

-3,5%

Kvika banki

-8,7%

-6,7%

Heimild:Bloomberg

 

Þróun hlutabréfaverðs Arion banka og banka á Norðurlöndum

Hér má sjá þróun hlutabréfa og SDR Arion banka á árinu og samanburð við vísitölur, valda stóra og skráða banka á Norðurlöndum sem og meðalstóra (e. mid cap) norræna banka.  

Verðþróun – hlutabréf á Íslandi og heimildarskírteini (SDR) í Svíþjóð og vísitölur 2023
Vísitölur 31.12.2022 = 100
Heimild: Bloomberg
Samanburður verðþróunar við stóra banka á Norðurlöndum 2023
Vísitölur 31.12.2022 = 100
Heimild: Bloomberg
Samanburður verðþróunar við litla og meðalstóra banka á Norðurlöndunum
Vísitölur 31.12.2022 = 100
Heimild: Bloomberg

Helstu tölur


Hlutabréf Arion banka (frá skráningu á almennan hlutabréfamarkað)

2023

2022

2021

2020

2019

2018

Hagnaður á hlut, í krónum

17,80

17,40

17,96

7,24

0,61

3,86

Arður á hlut, í krónum

8,5

15

1,74

0,00

5,00

5,00

V/H hlutfall

8,54

8,79

10,61

13,12

141,48

18,26

Markaðsvirði, ma.kr.

220

220

289

163

153

141

Markaðsvirði, ma.SEK.

15,9

16,1

20,3

10,5

11,9

9,4

Hlutabréfaverð, 31. desember, kr. á hlut

152

150

190,5

95

86,3

70,5

Hlutabréfaverð (í formi SDR), 31. desember, SEK

11,02

10,96

13,40

6,12

6,69

5,18

Hæsta hlutabréfaverð á árinu (dagslokaverð), kr. á hlut

158,5

191,5

198

95

86,3

93,6

Hæsta hlutabréfaverð á árinu (SDR dagslokaverð), SEK

12,00

14,4

13,60

6,85

6,69

8,07

Lægsta hlutabréfaverð á árinu (dagslokaverð), kr. á hlut

126,5

147,5

93,7

49

69,25

70,5

Lægsta hlutabréfaverð á árinu (SDR dagslokaverð), SEK

9,61

10,96

6,02

3,49

5,25

5,18

Ávöxtun í árslok, kr.

1,3%

-21,3%

100,5%

10,1%

22,4%

-6,0%

Ávöxtun í árslok (SDR), SEK

0,5%

-18,2%

119,0%

-8,5%

29,2%

-15,2%

Ávöxtun hluthafa mælt í krónum, %

7,74%

-13,4%

102,4%

10,1%

29,5%

0,7%

A/V hlutfall mælt í krónum, %

5,46%

10,0%

0,9%

0,0%

5,8%

7,1%

Meðalvelta á dag á Nasdaq Iceland (fjöldi hluta)

2.840.147

3.547.348

7.639.689

4.244.811

5.226.166

1.206.679

Meðalvelta á dag á Nasdaq Stockholm (fjöldi SDR)

41.407

198.530

331.374

648.087

1.535.434

1.289.180

Fjöldi útistandandi hluta 31. desember (milljónir hluta)

1.446

1.465

1.518

1.718

1.773

1.814

Fjöldi eigin hluta/SDR 31. desember (milljónir hluta)

13,9

45,4

141,7

12,0

41,0

186,0

Fjöldi útgefinna bréfa

1.460

1.510

1.660

1.730

1.814

2.000