Stjórn

Formaður

Brynjólfur Bjarnason

Brynjólfur er fæddur árið 1946. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi 20. nóvember 2014. Hann er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Brynjólfur er formaður stjórnar og á sæti í starfskjaranefnd, lánanefnd, endurskoðunarnefnd og tækninefnd stjórnar.

Brynjólfur útskrifaðist með MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971.

Brynjólfur var framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands frá árinu 2012 til 2014. Á árunum 2002 til 2010 starfaði hann sem forstjóri fjarskiptafélagsins Símans/ Skipta. Hann starfaði sem forstjóri sjávarútvegsfélagsins Granda hf. frá 1984 til 2002. Frá 1976 til 1983 starfaði Brynjólfur sem framkvæmdastjóri AB bókaútgáfu. Brynjólfur var auk þess forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasamband Íslands (í dag SA) á árunum 1973 til 1976. Brynjólfur hefur mikla reynslu af stjórnarsetu og hefur setið í fjölmörgum stjórnum sjávarútvegs-, fjarskipta-, fjármála- og iðnaðarfyrirtækja, sem og menningarstofnana og félagasamtaka og gegnt stjórnarformennsku í nokkrum þeirra.

Í dag situr Brynjólfur í stjórn fjárfestingafélagsins Marinvest ehf. og álframleiðslufélagsins ISAL hf. – Rio Tinto.

Varaformaður

Paul Horner

Paul er fæddur árið 1962. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi þann 8. ágúst 2019. Paul er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Paul er varaformaður stjórnar, formaður lánanefndar stjórnar og situr í áhættunefnd, endurskoðunarnefnd og tækninefnd stjórnar.

Paul útskrifaðist með meistaragráðu í tónlist frá University of Oxford árið 1983 og er útskrifaður frá UK Chartered Institute of Bankers. Paul býr að víðtækri alþjóðlegri reynslu af áhættustýringu og stjórnun á sviði viðskiptabanka-, fyrirtækjabanka-, einkabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. Paul gegndi margvíslegum stjórnunar- og áhættustýringarstöðum hjá Barclays PLC á árunum 1988 til 2003. Árið 2003 hóf Paul störf hjá The Royal Bank of Scotland Group (RBS) þar sem hann sinnti störfum framkvæmdastjóra og öðrum yfirmannsstöðum hjá Royal Bank of Scotland PLC. Paul var jafnframt skipaður í ýmsar stjórnunarstöður, m.a. á sviði áhættustýringar, allt til ársins 2019. Árin 2012 til 2017 var Paul framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Coutts & Co Ltd. og forstjóri Coutts & Co Ltd., í Zurich frá 2016 til 2017. Árið 2018 var Paul framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Ulster Bank DAC, Dublin, og stjórnarmaður Coutts & Co Ltd., í Zurich frá 2018 til 2021.

Í dag situr Paul í stjórn AIB Group P.L.C. og á sæti í endurskoðunarnefnd stjórnar AIB, rekstrarnefnd stjórnar og sinnir formennsku í áhættunefnd stjórnar. Einnig situr hann í stjórn LHV (UK) Ltd. og á sæti í endurskoðunar-, tilnefningar- og starfskjaranefnd stjórnar, auk þess að sinna formennsku í áhættunefnd stjórnar LHV. Enn fremur situr Paul í stjórn bresks dótturfélags The National Bank of Kuwait og er formaður áhættunefndar stjórnar og situr einnig í endurskoðunarnefnd stjórnar.

Stjórnarmaður

Gunnar Sturluson

Gunnar er fæddur árið 1967. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi þann 8. ágúst 2019. Hann er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Gunnar situr í lánanefnd stjórnar, áhættunefnd stjórnar og er formaður endurskoðunarnefndar stjórnar.

Gunnar útskrifaðist með Cand.Jur gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1992, útskrifaðist með LL.M gráðu frá Háskólanum í Amsterdam árið 1995 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1993 og fyrir Hæstarétti Íslands árið 1999.

Gunnar hefur starfað hjá LOGOS lögmannsþjónustu síðan 1992 og starfar þar í dag sem meðeigandi, áður starfaði hann sem faglegur framkvæmdastjóri á árunum 2001-2013. Gunnar er einnig forseti FEIF, alþjóðasamtaka Íslandshestafélaga og hefur sinnt þeirri stöðu frá 2014 og situr í stjórn Sviðslistamiðstöðvar Íslands. Einnig situr hann í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Gunnar hefur sinnt ýmsum stjórnarstörfum og var meðal annars stjórnarmaður í GAMMA hf. 2017-2019, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. 2016-2017, var stjórnarmaður í gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands, stjórnarformaður Íslenska dansflokksins 2013- 2016 og kjörinn í landskjörstjórn af Alþingi 2013- 2017. Þá sinnti Gunnar stundakennslu í samkeppnisrétti við lagadeild Háskóla Íslands 1995-2007.

Stjórnarmaður

Kristín Pétursdóttir

Kristín er fædd árið 1965. Hún var fyrst kjörin í stjórn Arion banka á aðalfundi 15. mars 2023. Hún er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Kristín situr í áhættunefnd stjórnar, starfskjaranefnd stjórnar og tækninefnd stjórnar.

Kristín útskrifaðist sem hagfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1991 og MBA frá Norges Handelshöyskole árið 1993.

Kristín var annar stofnenda Auðar Capital og starfaði sem forstjóri þess fyrirtækis frá 2007 til 2013 og sem stjórnarformaður frá 2013-2017 (síðar Virðing hf.). Kristín var einnig stjórnarformaður Kviku banka á árunum 2018-2020, forstjóri Mentor hf. 2015-2017, framkvæmdarstjóri fjárstýringar Kaupþings banka 1997-2005 og aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander 2005-2007. Kristín hefur setið í stjórnum Ölgerðarinnar, Tals, Yggdrasils, Singer & Friedlander, Viðskiptaráðs, Eyris Invest, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja. Kristín hefur einnig setið í fjárfestingaráðum framtakssjóðanna Eddu, Freyju og Auðar I.

Í dag er Kristín sjálfstætt starfandi stjórnendaráðgjafi og situr í stjórnum Grid ehf. og Miðeindar ehf.

Stjórnarmaður

Liv Fiksdahl

Liv er fædd árið 1965. Hún var fyrst kjörin í stjórn Arion banka á aðalfundi 20. mars 2019. Hún er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Liv sinnir formennsku í starfskjaranefnd stjórnar og tækninefnd stjórnar. Hún situr einnig í endurskoðunarnefnd stjórnar.

Liv útskrifaðist með gráðu í fjármálum og stjórnun frá Trondheim Business School (í dag NTNU) árið 1986. Árið 2018 kláraði Liv Programs in Big Data-Strategic Decisions and Analysis, The Innovative Technology Leader and Design Thinking frá Stanford University og Advanced Management Program for Executives in Management, Innovation and Technology frá Massachusetts Institute of Technology (MIT).

Liv gegndi áður ýmsum stjórnarstöðum hjá DNB og var hluti af framkvæmdastjórn bankans í 10 ár, m.a. sem aðstoðarframkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs/rekstrarsviðs (e. Group EVP, CIO/COO and Operations). Liv hefur einnig víðtæka reynslu frá DNB og hefur gegnt ýmsum öðrum störfum innan bankans. Áður starfaði Liv m.a. sem viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Danske Bank/Fokus Bank og Svenska Handelsbanken. Liv hefur setið í fjölmörgum stjórnum, m.a. hjá Scandinavian Airlines SAS AB, Intrum AB, BankAxept, Sparebankforeningen, Doorstep, Finans Norge og í bæjarstjórn sveitarfélagsins Þrándheims.

Í dag er Liv aðstoðarframkvæmdastjóri innan fjármálaþjónustu hjá Capgemini Invent í Noregi og situr í stjórnum Posten Norge AS og Hexagon Purus ASA.

Stjórnarmaður

Steinunn Kristín Þórðardóttir

Steinunn er fædd árið 1972. Hún var fyrst kjörin í stjórn Arion banka á hluthafafundi 30. nóvember 2017. Steinunn er hluthafi í bankanum (hlutafjáreign hennar er 12.000 hlutir) og er óháður stjórnarmaður. Steinunn sinnir formennsku í áhættunefnd stjórnar og situr í starfskjaranefnd stjórnar og tækninefnd stjórnar.

Steinunn er með meistaragráðu í alþjóðlegri stjórnun (MIM) frá Thunderbird, Arizona og BA gráðu í alþjóðaviðskiptum og stjórnmálafræði frá University of South Carolina.

Steinunn sat áður í ýmsum stjórnum í Evrópu og var í stjórn Bankasýslu ríkisins árið 2011. Steinunn starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance í Noregi frá 2015 til 2017 og sem tímabundinn framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance á Íslandi auk þess að gegna stöðu forstöðumanns alþjóðadeildar fyrirtækisins á sviði matvæla og sjávarfangs árið 2017. Þá stofnaði Steinunn ráðgjafafyrirtækið Akton AS og Acton Capital AS í Noregi og hefur unnið þar við fjárfestingar og ráðgjöf. Hún starfaði áður hjá Íslandsbanka (síðar Glitni), sem framkvæmdastjóri starfsemi bankans á Bretlandi og fyrir það leiddi hún alþjóðalánveitingar sem forstöðumaður bankans.

Í dag vinnur Steinunn með tæknifyrirtækjum í Noregi bæði sem fjárfestir og ráðgjafi hvað varðar stefnumótun. Hugbúnaðarfyrirtækin sem hún vinnur með eru alþjóðleg uppskölunarfyrirtæki, og er Steinunn er stjórnarformaður Acton Capital AS. Hún er jafnframt stjórnarformaður Norsk-íslenska viðskiptaráðsins. Þá situr Steinunn í tilnefningarnefnd Símans og einnig í stjórn YES-EU AS og Alda hf. Enn fremur er hún leiðbeinandi ungra hæfileikaríkra kvenna og stofnandi Women Empower Women og er stjórnarformaður góðgerðasamtaka í Noregi.

Varamaður í stjórn

Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, lögfræðingur.