Sjálfbærni­uppgjör

Upplýsingar sem birtar eru í sjálfbærniuppgjöri í tengslum við umhverfis- og félagsþætti og stjórnarhætti gilda fyrir árið 2023 og tengjast meginstarfsemi Arion banka. Dótturfélög standa utan uppgjörsins nema annað sé tekið fram. Gögn frá árunum 2019-2022 eru sett fram til samanburðar en viðmiðunarár vegna umhverfisuppgjörs bankans er árið 2015. Deloitte hefur veitt álit með takmarkaðri vissu á upplýsingagjöf Arion banka 2023 sem sett er fram samkvæmt Global Reporting Initiative, GRI Standards, og UFS leiðbeiningum Nasdaq.

Sjálfbærniuppgjör Arion banka í tengslum við umhverfisþætti, félagsþætti og stjórnarhætti er að finna í eftirfarandi skjölum:

Umhverfisþættir

Félagsþættir

Stjórnarhættir

Skýringar á tilvísunum í sjálfbærniuppgjöri Arion banka

U, F og S vísa í umhverfi (e. environment), félagsþætti (e. social) og stjórnarhætti (e. governance) eins og kveðið er á um í leiðbeiningum Nasdaq á Norðurlöndunum.

GRI stendur fyrir Global Reporting Intiative, GRI Standards. Aðferðafræði GRI hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að greina, safna og birta upplýsingar um efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif af starfsemi sinni.

UNGC stendur fyrir United Nations Global Compact. Með þátttöku í Global Compact skuldbinda fyrirtæki eða stofnanir sig til að vinna að tíu grundvallarviðmiðum Sameinuðu þjóðanna er varða samfélagsábyrgð og styðja helstu markmið Sameinuðu þjóðanna.

SDG vísar til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Heimsmarkmiðin voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum. Í þessari töflu er vísað til yfirmarkmiðanna.